Minnum á Ljósmyndakeppnina

Við viljum minna á Ljósmyndakeppnina hérna á motocross.is. Líklega hafa verið teknar tugir þúsunda mynda á Hellu um helgina þannig að það hljóta að vera nokkrar góðar. Sendiði myndirnar á vefstjori@motocross.is og þær verða birtar á vefnum. Vinsamlega sendið aðeins eina eða tvær góðar, ekki senda allar myndir dagsins.

Ef einhverjir vilja deila með sér flottu myndasafni þá getiði haft samband við vefstjóra og þá fá þeir lykilorð til að setja myndirnar inná vefalbúmið okkar.


Skildu eftir svar