Einar sigraði á Hellu

Fyrrum Íslandsmeistari í Enduro, Einar Sigurðarson, sigraði í fyrstu keppni íslandsmótsins í Enduro á Hellu í gær. Einar hlaut 175 stig eða jafn mörg stig og Kári Jónsson núverandi Íslandsmeistari en þar sem Einar sigraði í seinni umferðinni vinnur hann daginn. Valdimar Þórðarson varð í þriðja sæti með 170 stig.
Nánari úrslit sem og úrslit úr einstökum flokkum eru væntanleg hér í dag.


Skildu eftir svar