Gestir þurfa að ganga betur um

Nú eru liðnir 12 dagar af maí og aðsóknin er hreint með ólíkindum á Bolaöldusvæðið. Þrátt fyrir ryk og rok og að fyrsta keppnin til Íslandsmeistara í Enduro hafi verið í dag og kosningardagur (laugardag 12.maí) , þá var mjög mikil traffík á Bolaöldu. Svo mikil að þegar ég kom á svæðið upp úr hádeginu voru yfir 20 bílar á bílastæðunum og þegar ég fór voru enn að koma bílar á svæðið um fjögurleitið.
Eitt verða gestir á svæðinu að

 fara að bæta sig með, en það er umgengni á bílastæðunum. Þarna eru ruslatunnur og þangað á ruslið að fara. Einnig að allt spól og akstursæfingar eru stranglega bannað á bílastæðunum.
Svo er það með steyptu stéttina í kringum húsið, en af þessum 12 dögum sem liðnir eru af maí þá er ég þrisvar búinn að girða stéttina af eftir að einhver hefur brotið megnið af staurunum þannig að bandið liggur á jörðinni. Það á ekki að þurfa að segja neinum að það er stranglega bannað að fara á mótorhjóli inn á stéttina við húsið og hvað þá að gera sér það að leik að spóla á stéttinni og skilja eftir svört dekkjaför eins og er nú báðummegin við’ húsið eftir daginn í dag 12. maí. Þó svo að gulur spotti liggji niðri af einhverjum sökum á ekki að keyra þar yfir á hjóli, en ef einhver slýtur óvart gulan spotta eða brýtur óvart stiku sem heldur uppi spottanum þá verður viðkomandi að sjá sóma sinn í að laga það strax. Það vilja allir hafa brautirnar góðar þegar þeir koma þarna upp á svæði til að hjóla, en ef megnið af mínum vinnutíma fer í að tína rusl, þvo svört dekkjaför á stéttinni eða að negla niður stikur sem búið er að brjóta þá er lítill tími til að slétta og laga brautir.

Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar