Umræðan

Vegna umræðna um opnunarparty fmx.is vill Vélhjólaíþróttafélagið VÍK taka fram að þar kom það hvergi nærri. VÍK er íþróttafélag undir merkjum ÍSÍ og Motocross.is málgagn þess. VÍK gerir að sjálfsögðu konum og körlum, stelpum og strákum jafnt undir höfði sem iðkendum í sportinu og lýsir furðu sinni á framsetningu á hjólakynningu með þessum hætti.
Innan VÍK er unnið markvisst að því að byggja upp góða hjólamenningu þar sem fólk er meðal annars vakið til vitundar um umhverfismál, almennar umferðareglur og fl.


Skildu eftir svar