Spjallkorkurinn

Ég hef enga þolinmæði gagnvart svona orðalagi og munnsöfnuði eins og var á korknum í dag, og hefur færslunum verið eytt.  Áttum okkur á því að við erum íþróttafélag sem er að reyna að vinna að því að auka virðingu fyrir sportinu. Svona eitthvað er ekki að hjálpa til í þeirri baráttu, og vona ég að menn sýni lágmarks þroska ef þeir hafa þörf fyrir að skrifa á korkinn. Spjallkorkurinn er fínn staður til að ræða hluti og koma með ábendingar ef hann er rétt notaður og ég hvet fleiri til að nota hann. Þeir sem áttu hlut að máli eru á síðasta séns með að verða blokkeraðir.
Vefstjóri.

Skildu eftir svar