MX GP 2007 byrjað

Í gær var fyrsta umferð heimsmeistarakeppninar í Motocross haldin í Valkanswaard í Hollandi. Joshua Coppins Yamaha vann fyrsta MX1 GP tímabilsins, og setti Jonathan Barragan KTM og Steve Rmon Suzuki fyrir aftan sig, en það var langt frá því að vera auðvelt.  Jonathan Barragan sigraði seinna mótoið, varð rétt á undan Coppins og sýndu þessir ökumenn snilldartakta. Þetta lofar góðu fyrir framhaldið, og má eiga von á mikilli baráttu.
Í MX2 var mikil barátta og mikið að gerast milli keppenda. Helsta var að Pourcel lenti ofaná Tommy Searl eftir eitt stökkið. En það var Cairoli sem sigraði og Tyla Rattray varð í öðru.


Skildu eftir svar