Bolaalda að verða flott

Nú styttist í að hægt verði að byrja að opna einhverjar enduroleiðir á Bolaöldum, en þangað til verða menn að vera þolinmóðir og virða akstursbannið í enduroleiðunum. Um helgina keyrði einhver hluta af enduroleiðunum út frá bílastæðunum þrátt fyrir að þar er skilti sem segir að það sé lokað vegna bleytu. Hann hefur böðlast í drullusvaði alla leið niður að gryfjum. Sá sem þetta gerði skildi eftir sig 20 cm skurð í megninu af leiðinni og þegar þornar koma allir aðrir sem eru að keyra þessa leið til með að bölva þessum einstaklingi.

Það verður að virða þessi fáu skilti sem  sett eru upp og menn verða að treysta mér til að
meta það hvort leiðirnar eru færar eða ekki.

Í gær flutti ég til sandefni og setti niður alla brekkuna í motocrossbrautinni ásamt
því að bæta efni í brautina á nokkrum öðrum stöðum til að losna við drullu. Það er
von mín að þessi sandflutningur verði til bóta og að sandurinn blandist moldinni og
úr verði skemmtilegri braut. Ég tel að aldrei í vor hafi Bolaöldubrautirnar verið
betri en eimmitt nú og skora ég á menn að nýta sér það í kvöld því næstu tvo daga er
spáð kulda og frosti og ekki verður víst hvort eins skemmtilegt verði að keyra þá í
brautunum.
Byrjandabrautin og 65-85 brautin eru ágætar, en ég er að bíða eftir að frost fari
endanlega úr jörðu þar áður en ég fer í pallagerð. Ástæðan fyrir því að frostið er
lengur að fara úr þeim er að það er meiri mold í þeim brautum en í stóru brautinni,
en þar sem er mold er frost lengi að fara úr jörðu (samanber enduroslóðana).
Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar