Knight sigraði

Jæja .. þá er David Knight KTM búinn að finna gírinn í GNCC en hann sigraði um helgina. David hefur átt í handarmeiðslum, en virðist eitthvað vera að koma til baka úr þeim og þá er ekki að sökum að spyrja. Hann startaði illa og Mullins á Yamaha náði forystunni, en Knight náði honum og upphófst þá mikið race sem endaði með sigri Íslandsvinsins. Mullins varð annar og Barry Hawk þriðji, báðir á Yamaha.
Þess má geta að Shane Watts sem hefur árum saman ekið á KTM200exc er nú búinn að skipta yfir á Yamaha, en hann lauk keppni í áttunda sæti.


Skildu eftir svar