Hella – akstursbann !!!

AÍH vill koma á framfæri að það er akstursbann á keppnissvæðinu á Hellu fram að keppni. Eitthvað hefur borið á því að menn hafa verið að æfa sig þar upp á síðkastið og við getum átt það á hættu að missa svæðið ef bannið er ekki virt. Keppnin er haldin á einkalandi og er háð leyfi landeigenda. Ef upp kemst að keppendur eru að aka þarna þá eiga þeir á hættu að vera kærðir til lögregluyfirvalda og verða vísað úr keppni. Við viljum ekki missa þetta svæði og þurfum á því að halda að menn virði bannið.
Með hjólakveðju Stjórn AÍH

Skildu eftir svar