Formúluklúbbur Toyota

Laugardaginn 17. mars verður dagskrá Formúluklúbbs Toyota kynnt hjá Toyota Kópavogi á Nýbýlavegi. Hlutverk klúbbsins er að miðla upplýsingum um keppnislið PanasonicTOYOTA í Formúlu 1 og að skapa vettvang fyrir stuðningsmenn liðsins að hittast og fylgjast með framgangi keppninnar.
Kynnir verður Gunnlaugur Rögnvaldsson en dagskráin hefst á laugardaginn kl 13 með því að Sean Kelly kynnir keppnislið PanasonicTOYOTA. Sean Kelly hefur starfað um árabil fyrir Speed TV og Auto Sport en hann


er einn mesti sérfræðingur í Formúlu 1 sem rekið hefur á fjörur landsins svo þeir sem vilja fræðast um Formúlu 1 ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara.

Klúbbfélagar geta reynt með sér í sérstökum formúluhermi sem ökumenn keppnisliða í Formúlu 1 nota við æfingar. Þeir sem skrá sig í klúbbinn fá svo formúluglaðning og dregið verður um glæsilega vinninga frá Panasonic. Haldin verður kynning á dagskrá og efnistökum vefsíðunnar kappakstur.is og nýju tímariti um Formúlu 1 verður dreyft á staðnum.

Formúluklúbbur Toyota er öllum opinn og hægt er að skrá sig endurgjaldslaust í klúbbinn á kynningunni á laugardaginn eða með því að senda póst á netfangið f1@toyota.is.

Framundan er spennandi tímabil í Formúlu 1 og fróðlegt verður að fylgjast með gengi keppnisliðs PanasonicTOYOTA á tímabilinu.  Ökumenn liðsins eru þeir sömu og í fyrra eða Ralf Schumacher og Jarno Trulli en nokkrar breytingar hafa þó verið gerðar á bílum liðsins.

Skildu eftir svar