Vefmyndavél

Kevin Schwantz á trial

Kevin Schwantz hinn frægi Suzuki GP keppnis ökumaður keypti sér Gas Gas TXT 280 Trial hjól. Kevin er fyrrum heimsmeistari og vann 25 sigra og var 29 sinnum á ráspól. Að sögn keypti hann hjólið til að halda sér í þjálfun. Það er orðið æ vinsælla að frægir mótorhjóla ökumenn kaupi sér trial hjól til að halda sér í formi. Trial er góð undirstaða fyrir Road Race, motocross og Enduro keppnis akstur. Kappar eins og Íslandsvinurinn Anders Eriksson og Joakim Ljunggren hafa líka fjárfest í Gas Gas trial hjólum.

Leave a Reply