Stemmning á Hvaleyrarvatni / myndir

Mikið fjör var á Hvaleyrarvatni á laugardaginn. Veðrið var auðvitað fáránlega gott, ísinn sléttur og hreinn og allar aðstæður hinar bestu. Greinilegt var að sumir eru að byrja og sumir langt komnir, þannig það er rétt að ítreka það að menn fari varlega, hafi gaman að þessu og passi að aka ekki aftan í næsta í beygjum, því dekkin virka eins og sagablöð. Einnig MUNA eftir ádreparabúnaðinum með snúru.
Vefstjóri smellti rúmlega 200 myndum, og eru þær í nýja myndasafninu, ósorteraðar, þannig að allt er látið flakka. Tékkið á því.

Skildu eftir svar