Lionsklúbbur Seltjarnarness á Bolöldu

Á þriðjudaginn var komu góðir gestir í heimsókn upp á Bolaöldu, en þetta voru félagar í Lionsklúbbi Seltjarnarness sem héldu fund í félagsheimilinu okkar. Þeir fengu súpu (sem löguð var eftir uppskrift frá Heiðari heitnum frá Akureyri sem oft hefur verið kölluð Landsmótssúpa Heidda Snigils #10) og litla kynningu á sögu og starfsemi Vélhjólaíþróttaklúbbsins. Það sem kom þeim mest á óvart var hvað við höfum þurft að vera

á mörgum stöðum í 28 ára sögu klúbbsins og einnig það hvað við erum að græða mikið landið þarna og hröð uppbygging á Bolaöldunni. Í þakklætisskini færðu þeir okkur fána klúbbsins að gjöf. Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar