Úrslit keppnisstjórnar standa í 85cc flokki í Sólbrekku !

Úrslit í 85cc flokki eru komin á hreint eftir að dómstóll ÍSÍ hefur fjallað um kærumál sem kom upp á keppnisdag 19.ágúst s.l. á Sólbrekkubraut. Hefur dómstóll ÍSÍ sent VÍR niðurstöður sínar og vísa málinu frá. Standa því bráðabirgðaúrslit keppnisstjórnar á keppnisdag.
Úrslitin eru:

 

1. sæti  Heiðar Grétarsson

2. sæti  Sölvi Sveinsson

3. sæti  Eyþór Reynisson

 

Verðlaun verða veitt miðvikudaginn 22.nóv. kl. 20.00 í Félagsheimili
Keflavíkur (Íþróttavallahúsið), Hringbraut 108, Keflavík

Skildu eftir svar