Hugrenningar um sorglega skammsýni

Vefstjóri hefur verið að velta fyrir sér aðgerðum eins og við Kaldársel. Þar hefur verið farið út í framkvæmd við að girða fyrir slóða með 3m hárri 3 milljóna girðingu, til að hindra það að ökutæki komist of nálægt vatnsbólinu. Svona til að setja varnagla, þá er vefstjóri og auðvitað VÍK alfarið á móti utanvegaakstri og höfum við haldið uppi áróðri þess efnis lengi.
En í sambandi við girðinguna góðu … þá velti ég því fyrir mér hvort ekki hafi verið betri leið að girða með léttri girðingu, setja hlið, og áberandi skilti þar sem mönnum er bent á að þarna sé vatnsból, menn eigi hugsa til þess þegar menn fara um svæðið, að fara varlega með olíur og bensín, aka eingöngu á slóðum en ekki utanvega og þess háttar. Það að loka slóða sem hefur verið í notkun í allavega 50 ár er 100% einhliða skyndiaðgerð, … sem skilaði sér svo í utanvegaakstri. Það að banna en koma ekki með lausnir í staðinn er það sem er hér aftur komið upp á borðið þegar verið er að tala um mál okkar hjólamanna. Ég velti fyrir mér, hvað ef sett hefði verið upp girðing

  fyrir ca 500.000 með hliði og skiltum, og 2.500.000 milljónum hefði svo verið veitt til AÍH til uppbyggingar á svæði, hefði það ekki skilað mikið meiri árangri í mikið meiri sátt.
Svæðið í Bolöldu er auðvitað búið að valda byltingu í því hvað utanvegaakstur hefur minkað á svæðinu, en AÍH hefur verið að berjast fyrir svæði og frá Hafnarfirði og upp í Bolöldu er þó nokkur spotti, … trúlega 80km fram og til baka, …þannig að fá á Hafnarfjarðarsvæðið einhverskonar lausn á svæðamálum, mun vafalaust skila því sama, þ.e. minni utanvegaaksri, allavega farsælli lausn en að loka slóða og þannig örva menn í að fara útfyrir veg þar sem þeim hefði ekki dottið það í hug áður.
Það eru mýmörg dæmi um þetta frá fyrri tímum, og nægir að minnast á drullu og sandsvæðið í botni Lambatjarnarinnar við Kleifarvatn, þar sem fékkst örstutt leifi fyrir akstri hér um árið, þar sem heilu fjölskyldurnar komu og áttu góða daga, en sýslumaðurinn á Reykjanesi sá um að afturkalla leyfið til að svæfa það í nefndum um allt stjórnsýslukerfið, og stuttu síðar fór að fréttast af grunnhyggnum hjólamönnum upp um öll fjöll á svæðinu, þar sem lögreglan var búinn að hrekja þá burt af tilvöldu vorsvæði.
Ég veit að einhliða bönn, án úrlausna, skila engu nema pirring og óeiningu. Minni aftur á það að sennilega yrði nú erfitt að segja öllum sem spila fótbolta í Hafnarfirði að frá og með núna, mætti bara spila fótbolta einum túnbletti sem er í 40 km fjarlægð, … trúlega færu menn samt út á næsta tún í nágreninu og létu sér fátt um finnast.

Skildu eftir svar