Lokaumferðir Íslandsmótsinns í Enduro

Eins og allir vita fór 5. og 6. umferð Íslandsmótsinns í Enduro fram um helgina. Fyrir helgina var staðan hnífjöfn hjá efstu mönnum, Kári og Einar báðir með 370 stig. Veðrið á laugardaginn var frábært og öll umgjörð keppninar var til fyrirmyndar. Úrslitin í Baldursdeildinni eftir daginn var að Magnús Þór sigraði, vann báðar umferðirnar og fékk 200 stig. Kristófer Þorgeirsson varð annar með 170 stig og þriðji Guðmundur Þórir með 142 stig. Einnig voru Guðmundur Stefánsson og Ívar mjög hraðir á köflum, en það dugði ekki til. Í meistaradeildinni var talið líklegast að baráttan yrði milli Kára, Einars og Valda. Þannig var það líka og Kári var

helillur og keyrði mjög vel og agressíft og sigraði báðar umferðir og innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Frábær árangur og við óskum Kára enn og aftur til hamingju með árangurinn. Einar varð annar í báðum umferðum og í Íslandsmótinu, og Valdi þriðji. Aron lenti í fjórða sæti og gamli refurinn og stóri bróðir Íslandsmeistarans Viggó Örn Viggósson sýndi að hann er til alls líklegur, keyrði mjög vel og endaði í fimmta sæti eftir daginn. Í tvímenning sigruðu svo Ragnar Ingi Stefánsson og Þórður Þorbergsson, í öðru urðu Helgi Valur Georgsson og Birgir Már Georgsson og svo í þriðja feðgarnir Haukur Þorsteinsson og Arnór Hauksson. Fín keppni þar sem allir voru í góðum gír og staðráðnir í að eiga góðan dag.

Úrslitin eru hér  og 600+ myndir hér


Kári á fleygiferð …


Einar Sig.


Valdi flottur í móanum


Aron á flugi


Viggó keyrði vel allan daginn, og lenti í 5ta sæti.


Magnús sigraði B deildina.


Kristófer varð annar í B.


Guðmundur Þórir lenti í 3ja í B.


Formaðurinn sló ekkert af ..


Kári fagnar sigri í 5 umferðinni


Einar, Kári og Valdi á palli eftir daginn.

Skildu eftir svar