Bandaríkin sigruðu MXON

Bandaríkamenn sigruðu Motocross of nations þrátt fyrir að hafa ekki unnið eitt einasta móto um helgina. USA varð sigursælasta lið sögunnar í Mxon, en sá sem stóð sig einna best var Stefan Everts, en hann var sá eini sem vann tvöfalt. Lið USA var firnasterkt og það var aðeins í einu mótoi sem þeir náðu ekki á pall, en það var Ivan Tedesco sem klikkaði í síðasta mótoinu. Það voru Carmichael, Stewart og Tedesco sem skipuðu Bandaríska liðið, en þeir höfðu 7 stiga forystu á Belgíu sem var í öðru sæti. Belgíska liðið var skipað af Everts, Ramon og Strjibos. Nýsjálendingar höfnuðu svo í þriðja.

Skildu eftir svar