Vinnukvöld í Bolöldu á morgun, miðvikudagskvöld

Annað kvöld stefnum við á að vera með vinnukvöld á Bolöldu. Okkur vantar því bæði fríska menn og handlagna til að aðstoða okkur. Ganga þarf í að lagfæra húsið, skrapa það að utan og undirbúa fyrir málningu að innan og utan. Við eigum einnig von á ýtu til að lagfæra motocrossbrautina þannig að hún verður lokuð eftir kl. 18.

Gott væri ef einhver með þekkingu á rafmagni gæti tekið út rafmagnstöflu og lagnir fyrir okkur. Einnig eru næg verkefni við að laga til í krossbrautinni og sömuleiðis að yfirfara og týna grjót úr enduroslóðunum. Þeir sem koma mega gjarnan hafa með sér verkfæri við sitt hæfi.

Hjörtur og co.

Skildu eftir svar