Skráningu lýkur í kvöld

Skráningu í síðustu keppni ársins lýkur á miðnætti í kvöld. Þetta mun án efa verða stórglæsileg keppni enda er aðstaðan á Bolöldu að komast í toppstand. VÍK verður með heitt á könnunni í nýja húsinu fyrir keppendur og áhorfendur þannig að stemmningin ætti að vera enn meiri. Veðurspáin er líka glæsileg, sól, 14 stiga hiti og logn !!

Ekki svo gleyma að stóra spurningin er: Hver verður Íslandsmeistari? Kári og Einar eru jafnir að stigum og ljóst er að barist verður fram í rauðan dauðan.


Skildu eftir svar