Smá hugrenning varðandi erlenda keppendur

Undanfarin ár höfum við verið að fá útlenska ökumenn til Íslands til að kenna okkur aksturstækni, keppa í motocrossi og jafnvel hjálpa okkur að smíða brautir. Micke Frisk, Ed Bradley og fleiri góðir menn (og konur) hafa lagt sitt af mörkum til íþróttarinnar.
Auðvitað hefur það bara gert okkur gott, lyft sportinu á hærra plan og fært okkur nær því sem er að gerast í

 löndunum í kringum okkur. Í framhaldi af þessu væri gaman að fá fram umræðu hér á netinu um þá útlendinga sem keppa í íslenskum keppnum og rétt þeirra td til að fá verðlaun, stig og/eða titla. -Á besti keppandinn að fá gullið – eða á besti íslendingurinn að fá gullið?
Ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum er að ég hef heyrt á mönnum að skoðanir eru eitthvað skiptar og eitthvað virðist þetta vera á reiki. Þar sem við viljum láta taka mark á okkur útávið er nauðsynlegt að ræða þessi mál og hafa í föstum skorðum. Gaman væri að fá að vita stefnu VÍK og annara klúbba í þessum málum og etv fá röklega umræðu frá félagsmönnum um þessi mál, kosti og galla ólíkra skoðana. Kv Þórir #4

Skildu eftir svar