Stelpur stelpur – Keppnisferð

Þann 9. og 10. september er haldin stelpukeppni í motocrossi í Bretlandi.
Við vorum 3 sem kepptum þar í fyrra og er ætlunin að fara aftur í ár en í allt voru 167 stelpur sem kepptu.
Ef einhverjar hafa áhuga á að koma með okkur þá bið ég ykkur um að hafa samband við mig ekki síðar en á miðvikudaginn 19. júlí.  Það eru 2 leiðir í boði:

Hópur 1 flýgur út 5. sept og sækir hjólin í Hull.  Þessi hópur ætlar að hjóla í
brautinni hjá Ed bradley miðvikud og fimmtudag, keyrir síðan með hjólin niður til
Oxfordshire þar sem keppnin fer fram á laugardegi og sunnudegi.  Á mánudegi er
ætlunin að keyra aftur í brautina hjá Ed og hjóla þar þriðjudag og fimmtudag og
síðan er farið heim 14. sept.

Hópur 2 flýgur út föstudaginn 8. sept og keppir laugardag og sunnudag og  fer heim
aftur mánudaginn 11. sept.

Kostnaður við þetta er c.a.

Flug                             kr. 25.000

Gisting                        kr.   3.500 pr. dag

Þáttökugjald               kr.   9.500

Flutningur á hjóli        kr. 30.000

FIM skírteini               kr.   5.000

Bílaleigubíll f. hóp 1 kr.   ???

Þetta er áætlaður kostnaður en ekki endanlegur.

Endilega verið í sambandi við mig.

Kv. Tedda Nítró

896-1318

Skildu eftir svar