Bolöldubrautin algjört RXXX

Tóti ýtumaður var í allt gærkvöld að slétta og laga til Bolöldubrautina og er ljóst að hún hefur alrei verið betri. Núna er búið að breikka alla brautina töluvert og lagfæra upstökk á pöllum. Rigningin í dag á trúlega eftir að gera rakastigið í brautinni fullkomið fyrir kvöldið. Ef að allir sem hjóla í brautinni kaupa passa á Litlu Kaffistofunni þá er grundvöllur fyrir að laga hana aftur fyrir tímatökurnar á laugardaginn.

Skildu eftir svar