Vikurfréttir með umfjöllun um sportið í dag

Gaman að segja frá því að Víkurfréttir hafa virkilega tekið af skarið og eru með ólitaða umfjöllun um motocrossið/endúróið. Það þýðir jú auðvitað að eitthvað er talað um vitleysingana sem eru spóla upp gróið land eða aka innanbæjar á óskráðum hjólum. En það þýðir að mest er um jákvæða umfjöllun – því mest af því sem er að gerast í þessari íþróttagrein er jú jákvætt. Frábært. Endilega kíkið á nýjasta blað Víkurfrétta. Og af hverju ekki að senda þeim línu og hrósa fyrir alvöru opinn fréttaflutning (www.vikurfrettir.is)? Hver veit nema við fáum svo ALVÖRU hjólaíþróttasvæði í Hafnarfirði áður en langt um líður? Kv Þórir

Skildu eftir svar