Vefmyndavél

Hæ stelpur

19 stelpur mættu á æfingu á sunnudaginn í grenjandi rigningu. Þetta var frábær mæting og gaman að sjá 12 stelpur í byrjendabrautinni. Munið næsta æfing er á fimmtudaginn kl. 19.00 og spáir ekki rigningu!!.
Smá misskilningur er í gangi, líklega mér að kenna. Klippikortin sem kosta 7.000 eru bara fyrir unglinga á 85cc eða minna ekki fyrir fullorðna. Hafið það í huga. Kortin fást á Litlu Kaffistofunni.
Ath. einnig að brautin er lokuð fyrir aðra en okkur á þessum tíma. Æfingaplanið okkar fyrir sumarið er hægra megin á síðunni hjá motocross.is undir: Á döfinni. Sjáumst hressar kv. Tedda Nítró

Leave a Reply