BT mótið Selfossi um næstu helgi

BT-mótið á Selfossi verður haldið á laugardaginn í Selfossbrautinni, það komast 40 keppendur í keppnina og ganga meistaraflokksmenn fyrir í þeim fjölda. Skráning fer þannig fram að menn senda mail á oliru@internet.is og þar þarf að koma fram nafn og Kt og símanúmer. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að það verður keyrðar tímatökur um morguninn í ca 40 mín og eftir það verður hópnum raðað í tvo 20 manna

 riðla upp úr hverjum riðli komast svo 8 manns beint í úrslit og eftir það verður keyrður einn riðill með öllum sem komust ekki beint í úrslit (síðasti séns) og upp úr honum komast 6 þannig að í úrslitunum verða 22. Sigurvegarinn í úrslitum er svo sigurvegari keppninar en veitt verða verðlaun fyrir fystu 6 sætin. BT- tölvur eru aðal styrktaraðilar mótsins. Nánari dagskrá yfir keppendur og dagskrá  birtist svo á motocross.is á föstudaginn.

Skildu eftir svar