Vefmyndavél

Páska-skemmti-enduro-keppni.

  Þessi keppni er fyrst og fremst skemmtikeppni til fjáröflunar fyrir það verkefni sem VÍK er að hefja á nýju akstursæfingasvæði við Bolöldur með byggingu motocrossbrauta og endurobrauta og bætta aðstöðu fyrir hjólafólk.
    Hér fyrir neðan eru reglur og sértilhögun Páskaendurokeppni VÍK 13. apríl 2006. Keppnin verður í gömlu kartöflugörðunum  við golfvöllinn Korpúlfsstöðum (á milli spennistöðvarinnar undir Úlfarsfelli og Innnes (Hunts og Gevalia auglýsinganna).
Keppnin er 4 klukkutíma keppni (ef veður er slæmt verður keppnin stytt í 3 klukkutíma) og er fyrir alla sem

 fæddir 1988 og eldri og eru í einhverjum klúbbi sem er aðili að MSÍ og hafa greitt ársgjaldið í klúbbinn sinn. Keppnin er liðakeppni, en keppendur skrá sig sem einstaklinga í keppnina. Þegar skoðun og skráningu er lokið eru keppendur flokkaðir í A og B ökumenn og verða jafn margir í báðum flokkum. Síðan draga keppendur númer hvor í sínu liði og þar með dragast saman liðsfélagar og keppa saman þeir sem dregið hafa sama númer. A ökumenn byrja í fyrsta hring og verður ræst með hlaupastarti . Þegar keppandi hefur lokið hring kemur hann að flaggara, stoppar og segir númerið sitt við flaggarann, flaggarinn liftir upp flagginu og segir númerið við yfir tímavörð sem verður í kallfæri við flaggarann. Þegar keppendur hafa ekið í 4 tíma verður byrjað að flagga út sama hvar fyrsti maður er. Næstu daga mun keppnisstjóri fara í fyrirtæki og betla vinninga og er stefnt að sem flestum verðlaunum fyrir efstu sætin.
    Keppendur skrái sig til keppni á netinu hjá VÍK og er mæting á keppnisstað kl.11.00 fimmtudaginn 13. apríl. Milli 11 og 12 verður skoðun. Kl 12 liðsfélagar draga sig saman og allir keppendur fara einn prufuhring á eftir manni frá keppnisstjórn. Kl. 13,00 verður ræst og  flaggað út kl 17,00.
1. Öryggisreglur eru þær sömu og í motocross og enduro nema að það má vera á verksmiðjuframleiddum enduronagladekkjum og nagladekkjum, en ekki ísnáladekkjum. Ef keppendur eru á nagladekkjum verður að vera ádrepari á hjólinu tengdur við ökumann og verður ádreparinn að vera í lagi.
2. Refsingar: 1 mín refsing ef sleppt er hliði og ekki stoppað hjá flaggara og er það kallað um páska að gerast Júdas.  Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að vísa keppanda úr keppni fyrir óíþróttamannslega hegðun.
3. Þegar stillt er upp í start er ræst eftir þeirri númeraröð er keppendur draga við liðsfélagadrátt. A ökumenn byrja og verður hlaupastart 90 gráður á akstursstefnu.
4. Ekki er nauðsin að vera með númer á hjólinu þar sem keppendur láta flaggara vita af númeri sínu hjá stoppflaggara.  Keppendur geta átt von á að þurfa að vera í sérstökum keppnisbol sem keppnisstjórn skaffar keppendum að kostnaðarlausu.
5. Þeir keppendur sem flesta hringi fara á 4 tímum sigra keppnina og verða verðlaunaðir samkvæmt því. Einnig verða aukaverðlaun fyrir hraðasta hring og skrautlegasta páskabúninginn. Að lokum mun keppnisstjórn veita sérstök verðlaun handa þeim keppanda sem keppnisstjórn þykir skara framúr í hátterni og prúðmennsku.
6. Keppnisgjald er 4000 á mann og greiðist við skoðun með peningum. Þar sem að skráningarvefur VÍK er bilaður er skráning í liklegur@internet.is og
       síma 694-9097.

Smella til að stækka
Rautt er áætluð keppnisbraut, gult er startsvæði og grænt þar sem keppendur skipta.

Leave a Reply