Keppnisfréttir

Ég ætla að byrja á að þakka fyrir góðan dag.  Eflaust eru margir að hugsa til Jóakef, en eins og við mátti búast þá tjónaði Jói sig í dag. Ég var að koma frá Jóa og farnast honum vel miðað við þann hraða sem hann var á þegar hann lenti í krassinu. Jói er þokkalega dóbaður og er kláðinn sem eru aukaverkanir af morfíninngjöf aðallega að pirra hann. Jói ætlar að láta sér batna í botni eða allavega á sama hraða og hann krassaði á. Hann sagði mér að krassið hafi náðst á myndband og hlakkar í Jóa að setja það inn á síðuna sína.
   Þetta var í fyrsta sinn sem stöðva þarf keppni vegna þess að keppandi slasast og er eðlilegt að menn hafi

 gert mistök og ekki vitað hvað á að gera, en þegar keppni er stöðvið eins og í dag þá eiga keppendur alltaf í öllum kringumstæðum að klára hringinn í brautinni og fara í gegnum endamark. Það hefði í raun ekki þurft að stoppa keppnina, en það vissu allir keppendur að Jói lá slasaður við hliðina á brautinni og ef keppendur hefðu allir lullað framhjá slysstað á sinni hægustu ferð eins og á að gera í svona tilfellum þá hefði ekki þurft að stöðva keppnina. Ástæðan er sú að læknir og sjúkralið er að reyna að tala saman, en heyra ekkert vegna hávaða og að lögreglan er ekki vön svona hraða og nálægð keppanda við keppnistæki. Af þessum ástæðum var keppnin stöðvuð, en þar sem aðeins ein talfa var á svæðinu með tímatökubúnaði varð klukkan að ganga og verður að segja keppendum það til hrós að þeir tóku þessari töf á keppninni vel og vitandi um að sætaröðin er ekki rétt þar sem ekki fóru allir keppendur í gegnum endahlið við stöðvun keppni og vantaði því einn hring á a.m.k. 5 keppnislið. Ég vil svo að endingu þakka góðan dag og þeim fjölmörgu áhorfendum sem skemmtu sér við að horfa á þessa keppni. Hjörtur Líklegur keppnisstjóri.
 
P.S. Róbert yfirtímavörður ætlar að skoða tímana um helgina og reyna að skella þessu á netið sem fyrst, en Róbert vill koma á framfæri þakklæti fyrir skilning keppanda á því vandamáli sem hann átti við að etja í dag.
 Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar