Uplýsingar um Páskaenduroið

Keppendur á morgun munið að mæting er kl 11,00 og muna að hafa peninga fyrir keppnisgjaldinu og ef ekki er búið að ganga frá félagsgjaldi í klúbb þá er hægt að gera það á staðnum. Einnig að muna að hafa ökuskírteini og fyrir þá sem ekki eru orðnir 18 ára þá þurfa þeir uppáskrifað hjá foreldrum eða forráðarmanni um að viðkomandi hafi leyfi til keppni. Hér eftir er keppandalistinn upp á 61 keppanda sem í keppnina eru skráðir og til gamans sendi ég með mynd af hluta af verðlaununum sem keppt er um.
Fyrir keppendur sem eru að fara að keppa þá er ekið eins og verið sé að fara í Mosó úr Rvk., en ekki beygja út

 úr hringtorginu eins og verið sé að fara í Mosó heldur fara út úr hringtorginu næst í áttina að Iðntæknistofnun. Keppendur hafa aðstöðu við gamlan ´hvítan olíutank af olíubíl sem þarna er.    Fyrir áhorfendur er best að leggja bílnum við Egilshöll og labba þvert yfir malarfótboltavöllinn og yfir brúna sem golfararnir nota og þaðan á keppnissvæðið. Tryggja þarf að vegurinn við gamla olíutankinn lokist til að sjúkrabíll komist þar um ef svo bæri upp á. Ekki undir neinum kringumstæðum má aka hestareiðgötuna sem þarna er . P.S. Endilega farið á fyrstu fréttatilkynninguna hér á vefnum og sjáið loftmyndina af keppnissvæðinu og lesið vel þá tilkynningu.
Keppendalistinn og ………Verðlaunaskrá

Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar