Staðan í brautarmálum í Þorlákshöfn

Staðan í brautarmálum hér er sú að á næstu dögum eða vikum verður vélhjóladeild stofnuð innan ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn. Í framhaldi af því verður skrifað undir samning við Landgræðslu ríkisins um afnot af 7 hektara svæði sem við erum búnir að fá hjá þeim norðan við bæinn.Landgræðslan á allt þetta svæði og því erum við að semja við þá en í samráði við sveitarfélagið. Í staðinn vill Landgræðslan tryggja góða umgengni og aðstoð við að græða upp svæðið, t.d. höfum við rætt að hafa einn sameiginlega landgæðsludag og jafnvel láta okkur hafa áburð og fræ í verkið.

Við munum svo í framhaldi af undirskrift fara í framkvæmdir við brautarlagningu þar sem við ætlum að reyna að hafa eina stutta púkabraut og svo eina stærri mótokrossbraut sem er þá fyrir krosshjól, enduróhjól og fjórhjól því það er töluvert af fjórhjólum í Þorlákshöfn og einhvers staðar verða fjórhjólin að fá að vera. Með þessari framkvæmd erum við að reyna að losa önnur svæði undan átroðningi af völdum okkar allra sem teljum okkur vera hjólamenn. Svæðið verður svo vonandi opnað fljótlega með hækkandi sól en við komum til með að láta ykkur vita þegar nær dregur og hvernig gengur hjá okkur.

ÞANGAÐ TIL BIÐJUM VIÐ ALLA VIRÐA HJÓLABANN Á SVÆÐINU!

Kveðja. Sindri í Þorlákshöfn.

Skildu eftir svar