Dakar fréttir

Síðustu tvo daga hefur mikið gengið á í Dakarrallinu. Í gær var fyrirfram veðjað á Frakkann Fretigne no. 12 á Yamaha. Hann fór af stað með látum og var langfyrstur framan af eða allt þar til að hann krassaði í tvígang frekar hressilega og stórskemmdi hjólið, en náði að klára og gera við hjólið til bráðabirgða.  Í gærmorgun var það ljóst að Cyril Despres no. 1 er viðbeinsbrotinn eftir krassið í fyrradag. Hann ákvað að halda áfram og óku hann og liðsfélagi hanns David Casteu saman í gær, en voru 30 mín á eftir fyrsta manni.

Við þetta jók Spánverjinn Coma forystu sína upp í 4 mín og Despres féll niður í fjórða sæti. Í bílunum vann S. Peterhansel sinn 50. sigur á sérleið í Dakarrallinu og jafnaði þar með gildandi sigramet, en komst upp í annað sæti.
Laugardagur og framundan var 508 km. sérleið. Cyril Despres var sárþjáður í brotnu öxlinni, en ákvað að halda áfram í þeirri von að hann væri betri á GPS tækið en keppinautarnir. Með aðstoð liðsfélaga síns fundu þeir réttu leiðina og vann David Casteu sinn fyrsta sigur í Dakarralli á hjóli, en Despres varð þriðji. Coma er enn efstur á KTM eins og 11 efstu menn. Íslandsvinurinn Sala ekur af öryggi og er í 5. sæti.
Í bílaklassanum komst 6. faldi mótorhjólasigurvegarinn S. Peterhansel upp í fyrsta sæti eftir að hafa verið annar á leið dagsins.
P.S. Í fréttum hjá flest öllum fréttamiðlum öðrum en mótorhjólamiðlum er alltaf talað um bílana fyrst, en í upphafi var þessi keppni eingöngu ætluð mótorhjólum eins og var fyrsta árið 1979, en 1980 byrjaði bílakeppnin.  S. Peterhansel sagði eitt sinn eftir erfiðan dag á bílnum eftir að hann byrjaði að keppa á bíl: Ef ég hefði verið á mótorhjóli í dag hefði ég ekki mátt vera að því að tala við fréttamenn í lok dagsins ég hefði farið beint að sofa, en að keppa á bíl er eins og afslöppun og vilji menn alvöru áskorun þá keppa menn á mótorhjóli í Dakar.

Skildu eftir svar