Vefmyndavél

Dakar í dag

Í dag verðir ekin leið 9 í Dakarrallinu og er sérleið dagsins 599 km., en leiðin er frekar hröð og mikið grjót. Eftir að hafa verið í pásu í gær þar sem keppendur notuðu tímann til að hvílast og fara yfir hjólin eftir fyrstu 8 keppnisdagana. Það sem breytist í dag er að keppendur eru ræstir í öfugri röð þ.e.a.s. síðasti er ræstur fyrstur og sá fyrsti er ræstur síðastur. Þetta gæti verið spennandi þar sem þetta hefur ekki verið gert áður, en hægt er að skoða stöðuna sem er uppfærð á síðunni www.dakar.com . Enn eru eftir 131 keppandi á mótor og fjórhjólum, en sá síðasti er 80 klukkutímum á eftir fyrsta manni.
HLJ

Leave a Reply