Kveðja frá Hirti.

Sælir verið þið félagar í VÍK, það er mér mikil ánægja að vera fyrsti starfsmaður sem ráðinn er til starfa fyrir félagið. Ég er nú þegar byrjaður að undirbúa starfið en árangur verður vart sjáanlegur fyrir hinn almenna félaga svona fyrstu tvo mánuðina eða svo. Ég ætla að reyna að senda stutta pistla inn á vefinn tvisvar í mánuði eða svo á meðan ég er í þessu starfi. Í þessum pistlum mínum mun ég reyna að miðla því sem er efst er á döfinni hjá mér hverju sinni og hvaða ég er að gera fyrir félagið.
Í þessum fyrsta pistli vil ég byrja á að þakka stjórn VÍK fyrir það traust að velja mig í þetta frumkvöðulsstarf. Eitt

 af mínum fyrstu verkum í starfi er að skoða félagatal VÍK með vissa framtíðarvinnu að leiðarljósi. Þar kemur ýmislegt á óvart, fyrir það fyrsta þá eru félagar í VÍK eru orðnir um 600 og það vakti líka athygli mína er að Reykvíkingar eru ekki nema 43% félagsmanna. Hafnfirðingar eru fjölmennir í VÍK eða tæp 12% og þó hefur AÍH unnið frábært starf undanfarin ár í Hafnarfirði. Væntanlega eru margir skráðir í bæði félögin en orsökin getur líka legið hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem hreyfir sig hægt gagnvart baráttumálum AÍH sama hvað félagið reynir. Eflaust á þetta eftir að breytast þegar nýtt svæði (og vonandi innanhúsaðstaða) verður opnuð í Hafnarfirði.
Ef einhver vill koma á framfæri við mig tillögum að einhverju tagi er varðar VÍK þá er netfangið hjá mér liklegur@internet.is og ég reyni að gera mitt besta.
Hjörtur L. Jónsson ( Liklegur.)

Skildu eftir svar