Vefmyndavél

Til viðskiptaráðherra – frá Siv

Kl.12:45 svaraði viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, fyrirspurn minni um tryggingamál torfæruhjólamanna. Á Íslandi eru um 3000 torfæruhjól um þessar mundir.
Tryggingamál þeirra eru ekki í nægjanlega góðum farvegi, hvorki fyrir fullorðna né unga einstaklinga. Tryggingarnar eru mjög dýrar og tryggingafélögin hafa ekki tryggt unga hjólara(undir 17 ára) þótt þeim sé það fyllilega heimilt. Sýslumenn hafa síðan ekki veitt þessum unga hópi leyfi til að æfa og keppa á lokuðum æfinga- og

 keppnissvæðum þar sem hópurinn er ekki tryggður.
Svona bítur hvað í annars skott.
Samkvæmt upplýsingum Hrafnkels Sigtryggssonar, formanns Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK), sem eru um 600 manna hagsmunasamtök torfæruhjólamanna, hefur VÍK reynt að ná eyrum tryggingarfélaga um nokkurt skeið m.a. með skriflegu erindi til félaganna, án þess að hafa enn fengið svör.
Í lok umræðunnar um fyrirspurnina tók ráðherra jákvætt í að skoða betur tryggingamál torfæruhjólamanna í einhverskonar samráðsferli á næstunni.

Leave a Reply