Opnunarhátíð Nítró

Glæsilegasta hjólaverslun landsins hefur nú verið opnuð!
Það verður mikið um dýrðir í nýrri verslun okkar að Bíldshöfða 9 á laugardag frá kl 10 til 16. Við blásum nú til opnunarveislu ásamt Bílanaust. Mikið verður af skemmtiatriðum og uppákomum og má þar nefna Birtu og Bárð úr stundinni okkar, Nylon flokkinn og Helga Björns. Bylgjan verður með beina útsendingu og allir eru velkomnir að kíkja við. Þeir sem koma geta tekið þátt í getraunaleikjum og á það við bæði börn og fullorðna. 
Fjölmargt verður gert fyrir börnin og má þar nefna andlitsmálun, blöðrukarl og sjónvarpshorn með Disney

 myndum. Allir fá bita af veislutertu Nítró/Bílanausts og kaffisopa og svo má ekki gleyma fjölmörgum afsláttum í búðinni.Við hvetjum alla hjólamenn og konur að fjölmenna til okkar á laugardaginn og fagna nýrri verslun.
Kveðja starfsfólk Nítró

Skildu eftir svar