Þakkarbréf – frá Ragga

Eins og margir kannski vita hef ég nú breytt til og eftir þriggja ára mjög farsælt samstarf við Honda umboðið Bernhard ehf skilja leiðir og vil ég nota tækifærið og þakka Gunnari Hlyn og Öllum öðrum hjá Bernhard fyrir frábært samstarf. Og reyndar ennþá betri árangur  þar sem við tókum liða titilinn tvisvar og Islandsmeistaratitilinn þrisvar sem hlýtur að teljast vera næstum fullt hús!!
Á næsta ári keyri ég á KTM og get ég ekki annað en verið mjög bjartsýnn á framtíðina eftir frábæran fyrsta túr til

 Englands! Þar sem við Einar sáum fram á gott samstarf og augljósa kosti þess að æfa saman sem mun gefa okkur báðum aukin hraða. Þar sem samkeppnin okkar á milli hvetur okkur til að gera betur á hverri einustu æfingu sem vonandi hjálpar öðrum í liðinu til að ná betri árangri líka…..

   Á næsta ári hef ég líka möguleika til að ná þeim sögulega árangri að vinna titilinn í 10 skipti og þó að ég viti að það eru margir sem hafa hugsað sér að koma í veg fyrir það þá ætla ég að leggja allt í sölurnar til að klára málið og æfa betur en nokkru sinni áður!!

Með kærri kveðju Raggi

Skildu eftir svar