Fyrirspurn á morgun

Sælir VÍK-verjar.  Á morgun 16. nóv. kemst fyrirspurn mín til umhverfisráðherra um æfingasvæði fyrir torfæruhjól á dagskrá Alþingis.
Vek líka athygli á annarri fyrirspurn þar sem ykkar mál gætu etv. komið til umræðu en það er fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, alþingismanns, til umhverfisráðherra um umferð vélknúinna farartækja í ósnortinni náttúru er einnig á dagskrá um svipað leyti.
Dagskrá fyrirspurnatímans á Alþingi má sjá neðst á forsíðunni á vef Alþingis www.althingi.is. Fyrirspurnirnar

sem um ræðir eru númer 17 og 19 á dagskránni. Þeim verður líklega svarað eftir kl.18 á morgun ef ekkert kemur uppá(einhvern tímann milli kl. 18-20). Þið getið nálgast umræðuna um fyrirspurnirnar á vef Alþingis skömmu síðar(etv daginn eftir), en ég mun líka senda vefstjóra www.motocross.is slóðina á umræðuna þegar ég sé að hún er kominn á vef þingsins.
 
Hér eru slóðir á fyrirspurnirnar:
 
frá Siv http://www.althingi.is/altext/132/s/0309.html
 
frá Kolbrúnu http://www.althingi.is/altext/132/s/0241.html
 
 
Kær kveðja,
 
Siv Friðleifsdóttir.

Skildu eftir svar