Á Geitlandsjökli

Þórarinn Ingi Ólafsson og Þór Kjartansson fóru 25.október upp á Geitlandsjökul. Þeir biðu eftir rétta færinu í nokkra daga, og þegar búið var að rigna talsvert á jöklinum og úrkomulaus frostakafli fylgdi á eftir drifu félagarnir sig af stað. Jökullinn var glerharður og ekkert vandamál að fara hratt yfir.
Farið var upp frá Jaka sem er skáli vestanmegin við jökul og þaðan beint upp á Geitlandsjökulinn. Þeir fóru svo niður NA-hlið Geitlandsjökulsins og þar niður í skriðjökulinn. Síðan keyrðu þeir alla leið yfir jökul og í kaffi í Skálpanesi sem er skáli austan megin við jökul. Smellið á myndina til að sjá skemtilega myndasýningu.

Skildu eftir svar