Umræða um óskráð og ótryggð hjól

Ólafur Kr. Guðmundsson ræddi í Íslandi í bítið í morgun m.a. um óskráð og ótryggð hjól í innanbæjarakstri. Þó margar af þeim fullyrðingum sem þar hafi komu fram hafi hljómað eins og alhæfingar þá er málið ósköp einfalt. Það eru óskráð og ótryggð hjól þarna úti og það eru alltaf einhverjir sem koma óorði á okkar hóp með akstri á götum og gangstígum. Þetta þekkjum við mæta vel. Vélhjólaíþróttaklúbburinn fordæmir slíkt og það verður að stoppa! Þetta er hins vegar afleiðing en ekki rót vandans.

Rót vandans er mun frekar:
a) Óhemju dýrar tryggingar – tryggingafélög neita að tryggja yngri ökumenn en 17 ára þrátt fyrir undanþágur umferðarlaga og reglugerðar um akstursíþróttir og aksturkeppnir. 
b) Svæðaskortur – sem er vissulega að lagast en betur má ef duga skal þar sem sem akstursleyfi yngri en 17 ára hefur ekki enn fengist ekki m.a þar sem spurningum um tryggingar yngri en 17 ára er ekki svarað hjá tryggingafélögunum
c) Óljósar reglugerðir varðandi notkun torfæruhjóla – hvað má og hvað ekki.
d) Þekkingarleysi fjölda nýrra ökumanna.
e) Kæruleysi / skeytingarleysi þeirra sem eiga að vita betur.

Við höfum unnið í öllum þessum málum á öllum vígstöðvum; undanfarna mánuði höfum við rætt við Umferðarstofu, tryggingafélögin, fjölda sveitarfélaga og löggæsluaðila þó ekki sé talað um slíkt í fjölmiðlum. Við höfum tekið allt frumkvæði í þessum málum en ekki þeir opinberu aðilar sem málið snerta og hæst láta.

Við erum fullmeðvitaðir um vandamálin – við leysum þau hinsvegar aldrei á eigin spýtur. Þar þurfum við samstarf og skilning á rót vandans og samstarf við alla aðila.

Ég verð í viðtali í Íslandi í bítið í fyrramálið á milli 7 og 8 og fer yfir þessi mál þar.

Hrafnkell formaður

Skildu eftir svar