Opinn VÍK fundur 28.09.2005

VÍK stendur fyrir opnum fundi um torfæruhjól í fundarsal ÍSÍ, Laugardal, miðvikudaginn 28. september kl. 20:00.  Ætlunin er að bjóða fulltrúum lögreglu, tryggingafélaga, umferðaráðs og umhverfisráðuneytis ásamt öllum áhugamönnum um torfæruhjól til þess að fræðast um réttarstöðu, lög, reglur, tryggingamál og önnur mál er snúa að akstri og keppni torfæruhjóla.  Mál torfæruhjóla hafa oft ratað í fjölmiðla í sumar vegna vandamála og/eða misskilnings og er markmið fundarins að fá hagsmunahópa til að vinna saman að lausn mála.  Opnir VÍK fundir verða framvegis haldnir mánaðarlega, auglýstir hér á netinu og er nýtt fólk í sportinu (og forráðamenn þeirra) sérstaklega velkomið – enda er þetta besta leið VÍK til að fræða og upplýsa um rétta notkun torfæruhjóla og starfsemi félagsins.
Stjórn VÍK


Skildu eftir svar