Motocross Álfsnesi – Afsakið keppnisstjórn

Ég fyrir hönd Yamaha liðsins vill þakka starfsmönnum keppninnar á Álfsnesi fyrir frábært starf, þarna voru 18 flaggarar, keppnisstjóri, brautarstjóri, örryggisstjóri, tímavörður, þulir, ofl. að vinna fyrir okkur við erfiðar aðstæður. Í svona veðri eins og við öll glímdum við verða hlutirninr allir erfiðari, fólk verður fyrr þreytt og svo fylgir pirringur með. Fyrri partur dagsins gekk mjög vel yngri flokkarnir gengu eins og í sögu. Svo þegar eldri og þroskuðu mennirnir tóku við var eins og skrattinn væri laus liða A kærði liðsmann  í liði B fyrir að vera í vitlausri peysu og að hjólið væri vitlaust merkt, sá kærði sem án efa var besti maður dagsins komst því ekki

 einu sinni á verðlaunapall. Af því að liðsmaður í liði B var kærður ákváð liðsstjóri í liði B að kæra liðsmann í liði C afþví að liðsmaður í liði B hafi verið kærður, svo í öllum hamnum þá er einn saklaus margfaldur Íslandsmeistari að keyra yfir brautina meðan keppendur eru í brautinni í leit af gleraugunum sínum og er kærður fyrir það og missir verðlauna sætið. Ekkert ósvipað atvik gerðist á Blönduósi þar sem Liðsmaður úr liði C gleymir að klukka sig inn og er sviptur heilum hring fyrir vikið, hann var án efa langbesti maður dagsins en fær ekki sætið sitt. Vitið þið það keppendur að ég skammast mín fyrir að setja þetta á netið. En þetta er því miður sannleikurinn og eitthvað sem við verðum að taka á. Við getum ekki sett keppnisstjórnir á keppnum í þessa stöðu sem þeir voru settir í í dag og fyrir hönd keppenda vill ég biðja keppnisstjórn afsökunar á þessu framfæri.  En við megum ekki gleyma því að í dag voru 85 mans sem kepptu og skemmtu sér en það þarf fáa til að skemma daginn. Þannig að ég hvet Liðsstjóra úr liði A og liði B eins og ég kýs að kalla þau að biðja keppnisstjórn afsökunar á framferði sínu og draga kærur sínar til baka. Vill ég einnig hvetja liðsstjóra þessa liða að halda gamalli gremju í garð hvors annars fyrir utan keppnir okkar, við sem erum í þessu til að skemmta okkur höfum ekki áhuga að taka þátt í ykkar sandkassaleik.  Ég legg til sem liðsstjóri Team Yamaha að úrslitum á Blönduósi og úrslitum í dag verði breytt og að besti maður og menn fái sín sæti. Við megum ekki gleyma því að við erum í þessu til að hafa gaman af þessu engu öðru. Yamaha hafði 4 menn á palli í dag í MX1 1. og 2.  sætið, MX1 litli flokkurinn 2. sæti og 85cc flokk 1. sætið sem er gott en svona atburðir skyggja verulega á þá ánægju. Þór Þorsteinsson

Skildu eftir svar