Dregið úr getraun um flaggreglur

Alls tóku 59 manns þátt í spurningarkeppni um flaggreglurnar. Flestir svöruðu spurningum rétt, sem bendir til þess að þeir hinir sömu hafi farið inná flaggreglurnar á motocross.is. Markmiðið náðist sem var að fá fólk til að lesa reglurnar. KFC ætlar að veita vinningshöfum matarúttekt að verðmæti 6000 kr. Veitt verða tvö verðlaun. Og verðlaunahafar eru Arnar Auðunsson og Gunnar Sölvason þeir svöruðu öllum spurningum rétt og voru dregnir út. Þeir eru beðnir að hafa samband við hana Helgu hjá Moto til að veita verðlaununum viðtöku. Kv. Þór Þorsteinsson

Skildu eftir svar