Vefmyndavél

Skráning fyrir Ólafsvík hafin

Skráning er hafin fyrir 1. umferð í Íslandsmótinu í Motocross sem haldin er í Ólafsvík um næstu helgi. Skráningarfresturinn er til 23:59 á Þriðjudagskvöld. Það eru vinsamleg tilmæli að skrá sig nú tímalega, vegna þess að það virðist vera landlægt að draga þetta fram á allra síðustu stundu, og við höfum meðal annars lent í ofálagi á síðustu mínútunum og klukkutímunum, ásamt því að einstaka keppandi á í einhverjum erfiðleikum með að komast í gegn um skráningarferlið og brennur út á tíma.
  Tímatökusendarnir eru til sölu og leigu í MOTO en ekki á staðnum, þannig að menn verða að vera búnir að græja sig með sendi áður en lagt er af stað…. og passa að rafhlöðurnar séu í lagi.

Leave a Reply