Vefmyndavél

Mótorhjólasýning AÍH, Bestu þakkir til þátttakenda !

Ég vil þakka þeim sem tóku þátt í Mótorhjólasýningu AÍH & Sjóvá  4. júní
JHM Sport ( www.jhmsport.com ) vil ég þakka sérstaklega fyrir flotta umgjörð á sýningu/kynningu sinni, gott vöru úrval og flott að það skyldu seljast hjól hjá honum, bara frábært, og eins vil ég þakka Pukinn.com www.pukinn.com fyrir flotta sýningu/kynningu á sínum vörum og hjólum og vonandi gengur eftir salan á þeim

 hjólum sem voru pöntuð hjá ykkur J  Einnig redduðu Nítró ( www.nitro.is ) hjónin sér fyrir horn og vil ég þakka þeim fyrir frábæra viðleytni. (eins og heyrðist á sýningunni “9,5” fyrir viðleytni J)

Takk kærlega allir þeir einstaklingar sem mættuð með hjólin ykkar, frábært að þið skylduð gefa ykkur tíma fyrir þetta, Það er ykkur að þakka ef stjórnvöld í bænum sjá núna hversu brýn þörfin er fyrir svæði fyrir sportið í okkar ylhýra Hafnarfirði.

Takk fyrir frábæran dag í geggjuðu veðri, ég veit að flestir vildu vildu vera einhverstaðar að hjóla, svo ég get ekki annað en verið stoltur með hvað sumt fólk er tilbúið að fórna sér fyrir sportið.

Eins vil ég þakka, Gísla, Kristjáni, Togga og Stein Hlíðari aðstoðina.

Og að sjálfsögu viljum við í AÍH þakka Sjóvá ( www.sjova.is ) tækifærið til að kynna félagið okkar.

 

Bestu kveðjur.

Fh.stjórnar AÍH.

Nikulás S.Óskarsson. 

Leave a Reply