Skrúðgangan

Hátíðarskrúðganga:  (allar sveitir):  Gengið frá gamla Lækjarskóla og inn til vinstri eftir Hverfisgötu, til hægri upp Smyrlahraun, til hægri inn á Álfaskeið, til hægri niður Mánastíg og til hægri á Sunnuveg,


þaðan til hægri aftur inn á Hverfisgötu að Linnetstíg, niður og til vinstri inn Austurgötu að Lækjargötu, til hægri inn á Lækjargötu, til hægri  inn á Strandgötu og beygt til vinstri inn Linnetstíg, síðan til vinstri inn Fjarðargötu. Þá er farið eftir Fjarðargötu meðfram verslunarmiðstöðinni Firði, yfir bílastæði við Hafnarfjarðarkirkju og að íþróttahúsinu við Strandgötu. 

 
Mótorhjólamenn í Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar fara fyrir göngunni.  Síðan koma eftirfarandi hljómsveitir:
 
1.    Skólahljómsveit Kópavogs
2.    Lúðrasveitin Svanur
3.    Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
4.    Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts
5.    Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar
6.    Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
7.    Skólahljómsveit Laugarnesskóla
8.    Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness
9.    Lúðrasveit Tónmenntaskólans og Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar.
10.  Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
 

Skildu eftir svar