Salminen vinnur GNCC, Watts á 250 SXF

Áttunda umferð GNCC var um helgina. Það hefur verið fjögurra vikna hlé á keppni, sem Barry Hawk  á Yamaha hefur notað vel til að æfa sig, til að eiga möguleika á að sigra þann sem er að stinga af í keppninni Juha Salminen á KTM. Salminen sigraði, en þetta var harðasta keppni ársins, þar sem Hawk pressaði allan tímann.
" Þetta var skemmtileg keppni við Barry og reyndar er það í fyrsta skipti í dag sem einhver sýnir mér alvarlega  keppni" sagði Salminen.

" Ég hata að tapa, það er að brenna mig upp að innan" sagði Hawk.
Annað skemmtilegt er að Shane Watts sem  eins og menn  muna, er að koma til baka eftir meiðsl, og er þekktur fyrir að hafa alltaf keppt á óbreyttu KTM 200 hjóli fékk fyrstur manna að keppa á nýja fjöldaframleidda KTM 250SXF hjólinu  ( óbreyttu ). Watts fékk hjólið að morgni keppnisdags og var jettunin í einhverju ólagi, þannig að hjólið stallaði þegar slegið var af.  Watts hafði engu að tapa og ók af stað, og eftir tvo hringi kom hann í pittinn til að reyna að laga hjólið. Svo eftir því sem leið á keppnina komst hjólið í betra lag. " Hjólið er frabært, maður fyllist sjálfstrauti við að aka því. Ég hef beðið lengi eftir hjólinu, og núna sé ég að þetta er nákvæmlega það sem mig vantar." sagði Watts. Var það þess virði að taka hjólið svona úr kassanum og fara með það beint í keppni ? " Já ekki spurning, og það var lítið mál að vinna sig upp frá því að starta síðastur og allt til fremstu manna. Hlakka mikið til næstu keppni "

{mosimage}
Salminen

{mosimage}
Barry Hawk

{mosimage}
Shane Watts og nýja hjólið.

Skildu eftir svar