Vefmyndavél

Krókurinn

Þeir sem ætla að kíkja á Krókinn um helgina, geta séð dagskránna hérna. Veðurspáinn er líka alltaf að batna, þannig að það stefnir í ágætisveður um helgina, þannig að nú hafa menn enga afsökun fyrir því að mæta ekki!
Afmæli Mótorhjólsins á Sauðárkróki – dagskrá:


————————————————————————

16. júní
Brottför ekki seinna en kl 17.00 í Reykjavík: Lagt af stað í hópakstur og
hitta Norðlendinga og aðra hjólamenn fyrir kl 22:00 í Varmahlíð. Þaðan fer
allur hópurinn í einni halarófu á Sauðárkrók, sem verður flott sjón.

17 júní.
Torfæruhjóla-dagskrá:
Kl. 10.00 Árdegis Rally-Enduro (eknar 3 sérleiðir; keppendur ræstir með
vissu millibili einn og einn í einu)
Kl. 15,00 Brekkuspyrna upp brekkuna vestan við ána þar sem
Steinullarverksmiðjan er (þar upp kemst enginn eflaust enda allir öfugir
niður í ánni aftur).
Kl. 18,00 Dirt-track (speedway).

Götuhjóla-dagskrá:
Kl. 12:00 Hátíðarrúntur á Sauðárkróki (skrúðkeyrsla í tilefni dagsins) síðan
fer stór rúntur á Akureyri og til baka (ætti að taka um 5-6 tíma). Einnig
lítill rúntur sem tekur um 90 mín. Undir miðnætti verður svo farið í
miðnæturkeyrslu að Hólum í Hjaltadal fyrir götuhjól og fyrir torfæruhjól
verður farið í Grettislaug.

18 júní:
Kl 12.00 -16,00 Götuspyrna, (fyrir skráð mótorhjól 3 flokkar) drulluspyrna
(tveir flokkar: götuhjól og torfæruhjól)
Kl 17.00 Leikir á íþróttavelli. Ýmsir leikir sem tæma daginn
(fótboltakeppni, boðhlaup o.fl. á milli vélhjólaklúbba, mótorhjólategunda,
reiptog o.fl.)

19. júní:
Afmælisdagurinn runninn upp og þá er meiningin að afhjúpa listaverk eftir
Heiðar Þ. Jóhannsson til minningar um fórnarlömb bifhjólaslysa við Varmahlíð
um kl. 14:00  og afmælissöngur til heiðurs bifhjólinu sunginn. Guðþjónusta
undir berum himni (heimferðarökubæn) og formlegri dagskrá slitið.
Dagskrá þessi gæti tekið breytingum með hliðsjón af því að ekki er enn komin
dagskrá frá heimamönnum á 17. júní. Einnig á eftir að bæta inn í þessa
dagskrá og fínpússa hana hvað varðar tímaplan.

Leave a Reply