Mótorhjólið 100 ára

Í gær 19. júní var þess minnst að 100 ár eru frá því að fyrsta mótorhjólið kom til Íslands.  Í tilefni afmælisins var afhjúpaður minnisvarði um fórnarlömb bifhjólaslysa. Minnisvarðinn stendur við Varmahlíð og er eftir Snigilinn Heidda no 10 (Heiðar Þ. Jóhannsson). Eftir að gestir höfðu sungið afmælissönginn mótorhjólinu til

 heiðurs var það Arnar Helgi Lárusson sem afhjúpaði verkið með aðstoð listamannsins Heiðars. Arnar Helgi lenti í bifhjólaslysi fyrir tæpum þrem árum og hefur verið háður hjólastól síðan. Það voru Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar sem gáfu verkið, en félagar í Vélhjólaklúbb Skagafjarðar sáu um niðursetningu verksins og Baldur Haraldsson steypti stöpulinn undir verkið. Um 500 mótorhjól sóttu Skagafjörð heim í tilefni afmælissins og fór afmælishátíðin vel fram í alla staði og voru mótorhjólafólk sér og sínum til sóma í alla staði. H.L.J.

{mosimage}

Skildu eftir svar