Álfsnesbrautin verður lokuð í kvöld

Ýtan verður í brautinni í kvöld, þriðjudag, og því verður brautin lokuð frá kl. 18. Brautin verður jöfnuð og meiri leir keyrður í svæðið eftir starthliðið. Á næstunni munum við halda áfram að bæta leir í brautina.

Ýtan hefur jafnað brautina á uþb. 7-10 daga fresti undanfarnar vikur og stefnt er að því að halda því áfram. Það er hins vegar nauðsynlegt að benda mönnum á að í þurrkum eins og verið hafa undanfarið hefur alls ekki borgað sig að jafna brautina. Það eina sem hefur fengist með því er meira laust efni sem spólast upp úr brautinni og því borgar sig að bíða eftir rigningu til að vinna í brautinni.

Leirinn við starthliðin virðist koma vel út og því munum við halda áfram tilraunum með það efni ásamt því að gera tilraunir með salt til að rykbinda brautina enn frekar. Á næstunni stefnum við ennfremur á að koma upp salernisaðstöðu (kamri 😉 og ruslatunnum við brautina.

Skildu eftir svar