Vefmyndavél

Tilkynning frá VÍK vegna frétta í kjölfar Klausturs.

Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hefur farið yfir fjölmiðlaumfjöllun Fréttablaðsins í kjölfar keppninnar á Klaustri. Eins og fram hefur komið hafði lögregla afskipti af einhverjum einstaklingum sem höfðu fíkniefni í fórum sínum. Að vel athuguðu máli er ljóst að einn þessara manna er félagi í VÍK.

Félagið fordæmir alla notkun fíkniefna í samræmi við stefnu aðildarfélaga ÍSÍ og ÍBR. Það að félagi innan félagsins verði uppvís að vörslu fíkniefna er litið mjög alvarlegum augum. Stjórn félagsins hefur því ákveðið að viðkomandi einstaklingi verður tafarlaust vikið úr félaginu og hann settur í ótímabundið keppnisbann.

Lesa meira af Tilkynning frá VÍK vegna frétta í kjölfar Klausturs.

Pósturinn kominn í lag

Póst serverinn okkar lenti í mailbombu og kafnaði. Vefstjori@motocross.is er komið í lag núna.
Lesa meira af Pósturinn kominn í lag

Umfjöllun um Klaustur 2005 á Stöð 2 og Sýn í gærkvöldi

Í íþróttafréttum Stöðvar 2 og einnig í þættinum Olís-sport á Sýn í gærkvöldi var umfjöllun um keppnina á Klaustri, myndir frá keppninni og viðtal við Husqvarna ökumanninn og 7. faldan enduro heimsmeistara Anders Eriksson sem hingað kom í boði Pukinn.com til að keppa, sjá og sigra.  Stutt umfjöllun á Stöð 2 og aðeins lengri á Sýn.  Þess má geta að mótið í heild var tekið upp og verður sagt frá því síðar hvar og hvernig hægt verður að berja það augum.
Smellið hér til að fara inn á Olís-sport þáttinn á Veftíví og farið aftast í þáttinn eða ca 9/10.

Anders Eriksson og Tony Marshall á Husqvarna sigruðu Klaustur 2005 (Fréttatilkynning )

Viðburður:    Alþjóðlegt þolakstursmót á Kirkjubæjarklaustri
Staður & Stund:    Efri-Vík, Kirkjubæjarklaustri, 28.05.2005
Skipuleggjendur:    Kjartan Kjartansson og Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK)
Þátttakendur:    400 keppendur í einstaklings-, para-, unglinga- og kvennaflokki
Veður:    Léttskýjað, sól, hægur vindur, 15°C
Braut:    Gras, mold, sandur, hraun

Lesa meira af Anders Eriksson og Tony Marshall á Husqvarna sigruðu Klaustur 2005 (Fréttatilkynning )

Myndir frá Klaustri

Myndir eru komnar inn á www.gudjon.is   Eru þetta 726 myndir frá unglingakeppninni, aðalkeppninni og nokkrar úr púkabrautinni. Hér eru
Lesa meira af Myndir frá Klaustri

Pósturinn í ólagi

Pósthólfið hjá vefstjóra vefstjori@motocross.is hefur verið í einhverju ólagi síðan í fyrradag og enginn póstur borist..Það er verið að athuga málið. Sendið póst á gudmundurp@simnet.is þangað til þetta hrekkur í lag.
Lesa meira af Pósturinn í ólagi

Síða 1 af 1712345...Síðasta »