Anders Eriksson og Tony Marshall á Husqvarna sigruðu Klaustur 2005 (Fréttatilkynning )

Viðburður:    Alþjóðlegt þolakstursmót á Kirkjubæjarklaustri
Staður & Stund:    Efri-Vík, Kirkjubæjarklaustri, 28.05.2005
Skipuleggjendur:    Kjartan Kjartansson og Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK)
Þátttakendur:    400 keppendur í einstaklings-, para-, unglinga- og kvennaflokki
Veður:    Léttskýjað, sól, hægur vindur, 15°C
Braut:    Gras, mold, sandur, hraun


 

Úrslitin og tímarnir eru hér

Úrslit:
Tvímenningskeppni:
1.    Anders Eriksson (SE) og Tony Marshall (UK), Husqvarna
2.    Brent Brush (USA) og Micke Frisk (SE), Yamaha
3.    Ed Bradley (UK) og Einar Sverrir Sigurðarson, KTM
4.    Markus Olsen (USA) og Haukur Þorsteinsson, Husaberg
5.    Ragnar Ingi Stefánsson og Reynir Jónsson, Honda
6.    Gunnlaugur Björnsson og Valdimar Þórðarson, Yamaha
7.    Kári Jónsson, TM og Ágúst Már Viggósson, Honda
8.    Gunnlaugur Karlsson og Helgi Már Gíslason, KTM
9.    Bjarni Bærings og Jóhannes Bærings, Honda
10.    Árni Stefánsson og Gunnar Sölvason, Kawasaki

Einstaklingskeppni:
1.    Jóhann Ögri Elvarsson, KTM
2.    Pétur Smárason, KTM
3.    Ragnar Kristmundsson, TM
 

Um keppnina:
Alþjóðlegt þolakstursmót á torfæruhjólum fór fram í landi Efri-Víkur við Kirjubæjarklaustur.  Kjartan Kjartansson, kennari á Kirkjubæjarklaustri á veg og vanda að þessari árlegu 6 tíma þolaksturskeppni sem fór nú fram fjórða árið í röð.
Um 400 keppendur frá 4 löndum mættu til leiks, en vel á annað þúsund manns sóttu svæðið, nutu veðurblíðunnar og fylgdust með sleitulausri 6 tíma baráttu.  Keppnin fer þannig fram að öllum keppendum er startað á sama tíma.  Þeir aka síðan brautina  í 6 tíma samfleytt en ökumenn í tvímenningskeppni geta skipt akstrinum á milli sín milli hringja.  Sá sigrar sem flesta hringi ekur á þessum tíma.  Brautin var lögð í gígóttu graslendi með miklu og hröðu gripi í bland við gljúpan og öldukenndan sand sem lumaði á hvössu hrauni.  Lengd brautarinnar var um 17 kílómetrar og það tók hröðustu ökumennina um 20 mínútur að keyra hringinn.
Micke Frisk og Brent Brush á Yamaha tóku strax forystuna og leiddu keppnina framan af.  Micke er að keppa í sitt 3 skipti en Brent hefur einu sinni áður keppt á Klaustri.  Svíinn Anders Eriksson og Tony Marshall á Husqvarna fylgdu þeim fast á eftir og náðu á köflum forystu.  Þriðja parið sem blandaði sér í baráttuna var Ed Bradley og Einar Sverrir Sigurðarson á KTM.  Þessi 3 pör skiptust oft á að leiða keppnina og hart var barist á hverri sekúndu og í hverri beygju allar þær 6 klukkustundir sem keppnin stóð yfir.
Þegar síðasti hringurinn var eftir höfðu Micke og Brent 10 sekúndna forystu á Anders og Tony.  Brent var lurkum laminn eftir harða byltu og Micke varð því að keyra síðustu 3 hringina sjálfur.  Micke þurfti að taka eldsneytishlé og Anders nýtti sér það til að taka forystuna.  Anders, sem hefur verið atvinnuökumaður hjá Husqvarna liðinu síðustu 9 ár og hampar 7 heimsmeistaratitlum í þolakstri, keyrði lokahringinn af miklu öryggi og leyfði engum að ógna sigrinum.  Dauðuppgefinn kláraði Micke keppnina í 2. sæti og Ed Bradley og Einar Sigurðarson á KTM áttu 3. sætið nokkuð öruggt.

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Frekari upplýsingar fyrir fjölmiðla:
Fjölmiðlar geta nálgast frekari upplýsingar um mótið, fleiri myndir frá mótinu, nánari upplýsingar um keppendur, keppnishald sumarsins og starfsemi Vélhjólaíþróttaklúbbsins hjá neðangreindum:
Bjarni Bærings
fjölmiðlafulltrúi VÍK,
Sími: 898-9090
Netfang: bb@medis.is
www.motocross.is
 

Skildu eftir svar